30.6.2008 | 22:09
Margir afkomendur þórunnar frá Byggðarenda hafa búið á Illugagötu
Illugagatan hefur löngum verið litrík hér má sjá hvernig hús voru málur fyrir 25 til 30 árum.
Ágæta Byggðarendafjölskylda, Þegar maður hugsar um liðna tíð kemur í ljós að hvergi í Vestmannaeyjum hafa búið fleiri afkomendur Þórunnar Sveinsdóttur frá Byggðarenda en á Illugagötu. Mér flaug þetta í hug þegar ég var að skoða gamlar myndir sem ég hef tekið af Illugagötunni í gegnum árin.
Byrjum neðst:
Óskar Matthíasson og Þóra Sigurjónsdóttir með öll sín börn
Matthías Óskarsson og Inga Pétursdóttir og börn
Hafdís Sveinbjörnsdóttir og Ólafur Kristinsson og börn
Kristján Óskarsson og Emma Pálsdóttir og börn
Viðar Sigurjónsson og Eygló Elíasdóttir og börn
Berglind Kristjánsdóttir og Jón Snædal Logason og börn
Matthías Sveinsson og Kristjana Björnsdóttir og börn
Sigmar Þór Sveinbjörnsson og Kolbrún Ósk Óskarsdóttir og börn
Sigurjón Óskarsson og Sigurlaug Alfreðsdóttir og börn
Pétur Sveinsson og Henný Dröfn Ólafsdóttir og börn
Hafdís Kristjánsdóttir og börn
Sigmar Gíslason og Ásta Kristmannsdóttir og börn
Gylfi Sigurjónsson og Erna Sævaldsdóttir og börn
Ekki man ég eftir fleirum í bili en ef ég hef gleymt einhverjum þá vinsamlegast setjið inn athugasemd.
Kær kveða
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Á þessum myndum er illugagatan ekki malbikuð eins og sjá má, þessar myndir tók ég fyrir 25 til 30 árum.
Ef þið stækkið myndina sést vel hvaða peyjar þetta eru, Siggi Óli. Birgir og Gísli
Enn og aftur skora ég á ættingja að setja efni á síðuna okkar og halda þannig lífi í henni.
kær kveðja Sigmar Þór
Vinir og fjölskylda | Breytt 3.7.2008 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 00:32
Feðgar í spjalli
Myndin er tekinn 1987. Óskar Matthíasson skipstjóri og útgerðarmaður á Leó VE 400 ( og Þórunni Sveins) og Sigurjón Óskarson skipstjóri og útgerðarmaður á Þórunni Sveinsdóttir VE 401.
kær kveðja Sigmar Þór
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 00:02
Minnig um Óskar Matthíasson eftir Hafstein Stefánsson
Óskar Matthíasson skipstjórai
Hafsteinn Stefánsson skipasmiður og skáld og Óskar Matthíasson skipstjóri og úgerðarmaður
Bréf og ljóð eru frá Hafseini Stefánssyni skipasmið og skipstjóra sem bjó lengi í Vestmannaeyjum og starfaði þar sem skipsmiður, sjómaður og skipaeftirlitsmaður.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------
Selfossi 22.desember 1992
Vegna burtfarar Óskars Matthíassonar skipstjóra.
Kæri vinur, eins og ég sagði þér í símanum, þá vorum við Óskar saman í skipsrúmi fyrstu vertíðina sem ég var í Eyjum. Þá kynntumst við stúlkum þeim sem urðu okkar lífaförunautar , á lífsgöngunni. Það var alltaf einhver ósýnilegur þráður á milli okkar sem aldrei slitnaði, og þessi þráður hélt fyrir mér vöku í nótt, og þá urðu þessi vísukorn til.
Góðan vilja varst þú með í för
á vegi lífsins allt til sólarlagsins
áttir dirfsku og kapp við ægis kjör
og kærleika sem mýkir þrautir dagsins.
Er til hinstu farar flaut þitt skip
um feigðarsund í ljúfu aftanskini
fannst mér vetrarbrimið breyta um svip
og báran horfa á eftir kærum vini.
Hafsteinn Stefánsson
Kveðja SÞS
Vinir og fjölskylda | Breytt 4.7.2008 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 23:31
Mótorbáturinn Ari VE 235 ferst SA við Bjarnarey
20.5.2008 | 21:52
1. mynd: Hjónin Matthías Gíslason og Þórunn Sveinsdóttir frá Byggðarenda við Brekastig með þrjá syni sína t.f.v. Sveinn, Óskar og Ingólfur Símón. 2. mynd: Þórunn Sveinsdóttir og Óskar og Sveinn Matthíassynir.
Minningarljóð um skipshöfnina á Ara VE 235
Þann 24 janúar 1930 fórst mótorbáturinn Ari VE 235 í vitlausu veðri suðaustur af Bjarnarey við Vestmannaeyjar. Báturinn var í línuróðri þegar slysið varð og fórust allir skipverjar. Á þessum árum var þetta því miður algent að bátar voru að farast með allri áhöfn, með öllum þeim erfiðleikum sem þessu fylgdi fyrir þær fjölskyldur sem mistu þar fyrirvinnu og fjölskyldufeður. Við minningarathöfn sem haldin var vegna Ara slyssins var mjög líklega eftirfarandi minningarljóð flutt frá vandamönnum og vinum, en gamalt bréf hefur geymst sem innihélt þetta ljóð. Matthías Gíslason formaður á Ara VE var afi minn.
Þeir menn sem fórust með Ara VE voru : Matthías Gíslason formaður frá Byggðarenda við Brekastig, Páll Gunnlaugsson Ráðagerði, Baldvin Kristinsson vélstjóri Syðri - Ósi Hofshreppi, Eiríkur Auðunsson frá Svínahaga á Rangarvöllum, og Hans Andersen frá Færeyjum.
Minningarljóðið er að öllum líkindum eftir Unu Jónsdóttir skáldkonu frá Sólbrekku, en undirskriftin er upphafstafirnir U.J.D
Mótorbáturinn Ari VE 235 á siglingu til hafnar
Skipshöfnin á mótorbátnum Ara
Nú sælir vinir blunda hafs í bárum,
en blessuð lifir minning þeirra kær.
þó öll við berum sorg með trega tárum,
því takmörk setur drottins náðin skær.
En konur mæður börn og systkin blíða,
og bljúga kveðju senda af einum hug.
Og vona um eilífð sæla anda svífa,
um sólarlönd við dýrðlegan fögnuð.
Þau öll nú þakka ást og tryggðir veittar,
og allt það sem þeim létu falla í skaut,
því öll þau vona, óska, biðja og teysta,
þið öðlist sælu lífs á helgri braut.
Og liðnir vinir líta á ástmenn sína,
og ljúfar kveðjur einnig senda heim.
Þeir óska að huggun skært þeim megi skína
og skuggi sorgar hverfi burt frá þeim.
U.J.D.
Frá vandamönnum og vinum. er undirskrift þessa bréfs
Kær kveðja Sigmar Þór
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.5.2008 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 23:43
Áskorun til ættingja Þórunnar Sveinsdóttir
Hér með er skorað á þá sem geta sett inn á síðuna fjölskyldumynd að gera það, þeir sem eiga myndir en geta ekki sett þær inn geta sent þæar á nafar@simnet.is og þá skal ég setja þær hér inn. þetta er gert til að reyna að lífga upp á síðuna.
kær kveðja SÞS
27.4.2008 | 11:35
Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1950 til 2000
Myndin er tekin þegar við Guðjón Ármann afhentum Þóru eintak af Sögu og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1950 - 2000 en þóra styrki útgáfuna. Þóra Sigurjónsdóttir ásamt Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni og Sigmari Þór Sveinbjörnsson.
24.4.2008 | 14:17
Gleðilegt sumar Byggðarenda stórfjölskylda
Brekastígur séður í austur Húsin heita Hallormsstaður, Árbær, Reykjadalur,, Solberg og Vísir
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Kæru ættingar og vinir, nú gengur þetta ekki lengur að hafa síðuna okkar svona daufa, við verðum að vera duglegri að setja inn á hana fréttir og myndir af fjölskyldumeðlimum og segja frá því hvað er að gerast í okkar óviðjafnanlegu ætt . Skora á alla að taka þátt í að viðhalda síðuni svo fólk nenni að skoða hana. Þó það væri ekki nema skrifa athugasemdir eða nafnið sitt í gestabókina.
Kær sumarkveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
13.2.2008 | 20:31
Sveinbjörn Grétarsson skyndihjálparmaður ársins
Sveinbirni Grétarsyni frænda ( Bjössa í Greifunum) er ymislegt til lista lagt Elvis eftirherma á leið til Vegas. sjá frétt í mogganum.
Kveðja
Sigmar Þór
27.1.2008 | 23:15
Það var ýmislegt til gamans gert í gömlu góðu daga
Á Grímuballi í Alþiðuhúsinu.
Í gamla daga gerðum við ýmsilegt okkur til skemmtunar í þessari óviðjafnanlegu ætt frá Byggðarenda. Eitt var að fara á grímuböll. Eftirfarandi myndir eru teknar við eitt slíkt tækifæri annarsvegar við undirbúning og hinsvegar á grímuballinu sjálfu.
1. mynd: Maja og Svenni á grímuballi. 2. mynd: Kolla og Sigmar Þór. 3. mynd : Bobba, Kata, Auðunn og Kolla.
Myndir teknar á grímuballinu í Alþíðuhúsinu. 1 mynd: Katrín á tali við kúluhaus, Bobba sem Hrói höttur. 3 mynd: Jónas, Marta, Kolla og mér sýnist Guðmundur afturmastur vera þarna einnig.
Með kærri kveðju Sigmar Þór
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 01:00
Fjölskyldumynd frá eldgosárinu 1973 og fl.
Myndir teknar í Gosinu. Mynd 1. séð yfir hluta af bænum hulin ösku undirritaður á miðri mynd. Mynd 2. Matthildur Matthíasdóttir, Sigmar Guðmundsson, Sveinbjörn Snæbjörnsson, Erla Sigmarsdóttir, Auðunn Jörgensson, Þóra Sigurjónsdóttir, Cassandra (Þórunn Sveins Sveinsdóttir) og María Pétursdóttir.
Kær kveðja Sigmar Þór
Spurt er
Tenglar
Myndasiða
Heimsíður ungviðsins í ættini
Heimasíðuslóðir hjá litlu dúllunum í ættinni
- Reynar Hlynsson Foreldrar: Ágústa Dröfn og Hlynur
- Sölvi Snorrason Óskars leggur
- Daníel Smári Arnþórsson Óskars leggur
- Minningarsíða Daða Snæs Arnþórssonar Óskars leggur
- Birgitta Dögg Arnþórsdóttir Óskars leggur
- Kolbrún Eva Granz Foreldrar: Birna og Halli
- Hrefna Brynja,Bryndís og Mattías Gíslabörn Foreldrar: Gísli og Hrund
- María Fönn Frostadóttir Foreldrar: Frosti og Ingibjörg
- Sigmar Snær og Klara Sigurðarbörn Foreldrar: Siggi og Berglind
- Óskar Dagur Jónasson Foreldrar: Laufey og Jónas
- Agnes Gísladóttir Foreldrar: Gilli og Olga
- Ágúst Óli og Rut Sigurðarbörn Foreldrar: Sonja og Siggi
- Victoría Karen Ottósdóttir Foreldrar: Guðbjörg og Ottó
Fyrirtæki fjölsk.meðlima
Heimasíður fjölsk.meðlima.
Hér verða settar inn heimasíður fjölsk.meðlima. Vinsamlegast sendið tengil á katag@internet.is ásamt nafni og úr hvaða legg
- Ljósmyndasíða Hrefnu Sigurðard.
- http://
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson Bloggsíða Sigmars Þórs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Desember 2006