13.2.2009 | 23:27
Afmæli á Reynivöllum um árið
Afmæisveisla Matthildar Matthíasdóttir alltaf kölluð Stella.
1. Mynd; Erla Sigmarsdóttir og Stella. Mynd 2; Stella, Erla og Sveinn Mathíasson við veisluborð.
Mynd 3; Sveinn Matt og María Pétursdóttir. Mynd 4; Laufey Jörgensdóttir og Erla við blómvönd.
Mynd 5; Vilhjálmur Magnússon (sonur Hafdísar Sveinbjörnsdóttir) og Stella með blómvöndin. Mynd 6. Sveinbjörn Snæbjörnsson og Matthildur fyrir utan Brimhólabraut 14 þá heimili Svenna og Mæju.
Kær Kveðja Sigmar Þór
28.12.2008 | 17:09
Jólakveðja úr Mosfellsbænum
Ættingjar
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Jólakveðja úr Mosfellsbænum Bylgja, Magnús Már,Særún og Orri
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 17:15
Gleðileg jól kæru ættingar og vinir
Sendum okkar bestu óskir um gleðileg Jól gott og farsælt komandi ár með þökk fyrir liðnu árin. Hafið það sem allra best um jól og áramót. Við skulum hafa það sem áramótaheit að hafa meira samband í framtíðinni. Svo væri gott ráð að vera duglegri að setja hér inn á síðuna meira af efni svo hún verði líflegri og skemmtilegri. Það er líka skemmtilegt að setja athugasemdir undir hverja færslu sem skapar smá umræður og tengingar milli ættingja.
Ég mæti þér við minninganna eld,
móðir kær, um heilagt jólakveld,
við arinn þann er alltaf bjart og hlýtt
þar af mér fæ ég lífsins kulda þítt.
Eftir Guðrúnu Jóhannesdóttir
Kær hátíðarkveðja til ykkar sem eruð að koma hér inn á síðuna okkar..
Kolla og simmi
21.12.2008 | 17:35
Nokkrar myndir af ættingjum
Áskorunn
Hér með skora ég á Byggðarendafjölskylduna að setja hér inn eithvað efni svona í telefni jólana, hér koma nokkrar myndir sem ég tíndi úr albúminu mínu. Sérstaklega skora ég á Laufeyju að setja mynd af nýjasta meðlimi fjölskyldunar
Laufey og Sigmar Þröstur Jörgen, Erla og Sigurlaug
Þóra, Halldór og Guðbjörg Jólasveinn á fjórhjóli
Sendum ykkur okkar bestu jóla og nýarsóskir með þökk fyrir samverustundir á liðnum árum.
kær Jólakveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson og fjölskylda
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 19:45
Frændfólk í heimsók fyrir nokkrum árum
Mynd 1 og 2: Hér eru myndir frá heimsókn Sigvalds Grétarssonar, Harpa og Sigvald í lappabaði í polli. Harpa, Sigvald og Ingveldur upp á Eldfelli.
Mynd 3 og 4: Sigvald og Sigmar Þór uppi á Eldfelli Elliðaey og Bjarnarey í baksýn, og þessi litla frænka heitir Tatjana Grétarsdóttir og eru myndir af henni hér í síðustu færslu á síðuni, þessi mynd er tekin í Reykjavík.
Hér er Sveinbjörn Snæbjörnsson með William Grétarsson bróðir Tatjönu. Og svo sjáum við Sigvald að spranga.
kær kveðja Sigmar Þór
7.10.2008 | 22:48
Frænka okkar í heimsókn
Seinnipartinn í september s.l. kom í heimsókn til Íslands frænka okkar frá Noregi. Hún heitir Tatjana Grétarsdóttir og kærasti hennar heitir Joacim Paulsen, þau dvöldu á Islandi í eina viku þar af einn sólarhring í Vestmannaeyjum. Tatjana er dóttir Grétars Sveinbjörnssonar ( búsettur í Noregi) og búa þau Tatjana og Joacim í Oslo. Hún er 25 ára og hefur einu sinni áður komið til Íslans þá 14 ára.
Tatjana Grétarsdóttir og Joacim Paulsen Kolbrún og Tatjana mátar íslenska Peysu
Kolla, Joacim og Tatjana Mynd frá þingvöllum
Um næstsíðustu helgi var farið á þingvöll og að Kerinu, upp að Gullfoss og Geysir, með fænku og kærasta hennar til að sýna þeim þessar perlur íslenskrar náttúru. Það er ekki laust við að maður sé montinn af því þegar maður sýnir fólki Þingvöll í haustlitunum, þó veður hafi verið misjafnt bæði sól og rigning með töluverðum vindi í bland, þá voru Þingvellir ótrúlega fallegir eins og þessi mynd ber með sér.
Hér er verið að taka mynd við Kerið Sigmar Þ. Óskar Friðrik og Magnús Orri við Gullfoss
Grétar hringdi frá Noregi og bað dóttirina að kaupa fyrir sig Grímsfiskibollur og var það gert í Nóatúni á Selfossi. Þessari skemmtilegu bílferð lauk með því að ég keyrði þau niður á Eyrarbakka og sýndi þeim Húsið Ós þar sem forfeður okkar bjuggu og er síðasta myndin tekin af þeim Joacim og Tatjonu framan við Ós. Ég held að þau hafi haft gaman að þessum bíltúr þó veðrið hafi ekki verið upp á það besta.
Kær kveðja Sigmar Þór
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.10.2008 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 23:19
Gömul mynd af Byggðarenda og fl.
Gömul mynd af Byggðarenda við Brekastíg 15 a. Á seinni mynd er Þórunn Sveinsdóttir situr á stól en við hlið hennar er kona sem heitir Torfhildur Sigurðardóttir (Tolla) kend við húsið Hallormsstað við Brekastíg, húsið Hallormstaður er næsta hús fyrir neðnan Byggðarenda.
Ingólfur og Óskar Matthíassynir
kær kveðja SÞS
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.8.2008 kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 22:44
Sigurður Gíslason Framkvæmdastjóri Veisluturnsins
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.7.2008 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 14:07
Þrjár gamlar myndir út ættaralbúminu.
Sveinn Matt með peyjana Pétur , Sævar og Halldór. Á myndinni sést í saltkjötstunnuna sem alltaf var þarna í horninu, en þórunn saltaði alltaf sjálf sitt saltkjöt í þessa tunnu, sett var lok á hana síðan segldúkur og svo stærðar steinn ofan á lokið.. 2. mynd Ingílfur og Sveinn og 3. mynd Þórunn Sveinsdóttir fyrir utan Sunnuhvol. Myndin með Svenna og Peyjunum og Þórunni er tekin í kringum 1960.
PS. Gaman að því hvað margir eru duglegir að setja hér efni á síðuna
kær kveðja Sigmar Þór
4.7.2008 | 12:41
Góð viðbrögð við síðustu færslu
Ótrúlega góð viðbrögð voru við siðustu færslu sem ég setti hér inn um íbúa Byggðarendaættar við Illugagötu, það voru allt að 1000 flettingar á einum sólarhring. Þetta staðfestir að ef við setjum nýtt efni á síðuna þá eru margir sem hafa áhuga á að skoða hana, sem sagt enn ein áskorun um að fleiri setji efni á þessa sameiginlegu ættarsíðu okkar.
kær kveðja Sigmar Þór
Spurt er
Tenglar
Myndasiða
Heimsíður ungviðsins í ættini
Heimasíðuslóðir hjá litlu dúllunum í ættinni
- Reynar Hlynsson Foreldrar: Ágústa Dröfn og Hlynur
- Sölvi Snorrason Óskars leggur
- Daníel Smári Arnþórsson Óskars leggur
- Minningarsíða Daða Snæs Arnþórssonar Óskars leggur
- Birgitta Dögg Arnþórsdóttir Óskars leggur
- Kolbrún Eva Granz Foreldrar: Birna og Halli
- Hrefna Brynja,Bryndís og Mattías Gíslabörn Foreldrar: Gísli og Hrund
- María Fönn Frostadóttir Foreldrar: Frosti og Ingibjörg
- Sigmar Snær og Klara Sigurðarbörn Foreldrar: Siggi og Berglind
- Óskar Dagur Jónasson Foreldrar: Laufey og Jónas
- Agnes Gísladóttir Foreldrar: Gilli og Olga
- Ágúst Óli og Rut Sigurðarbörn Foreldrar: Sonja og Siggi
- Victoría Karen Ottósdóttir Foreldrar: Guðbjörg og Ottó
Fyrirtæki fjölsk.meðlima
Heimasíður fjölsk.meðlima.
Hér verða settar inn heimasíður fjölsk.meðlima. Vinsamlegast sendið tengil á katag@internet.is ásamt nafni og úr hvaða legg
- Ljósmyndasíða Hrefnu Sigurðard.
- http://
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson Bloggsíða Sigmars Þórs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Desember 2006