Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Feđgar í spjalli

Óskar M. og Sigurjón Ó 

Myndin er tekinn 1987. Óskar Matthíasson skipstjóri og útgerđarmađur á Leó VE 400 ( og Ţórunni Sveins) og Sigurjón Óskarson skipstjóri og útgerđarmađur á Ţórunni Sveinsdóttir VE 401.

kćr kveđja Sigmar Ţór


Minnig um Óskar Matthíasson eftir Hafstein Stefánsson

Óskar Matthíasson skipstjórai

 

Hafstein S óskar ljóđ

Hafsteinn Stefánsson skipasmiđur og skáld og Óskar Matthíasson skipstjóri og úgerđarmađur

Bréf og ljóđ eru frá Hafseini Stefánssyni skipasmiđ og skipstjóra sem bjó lengi í Vestmannaeyjum og starfađi ţar sem skipsmiđur, sjómađur og skipaeftirlitsmađur.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------

Selfossi 22.desember 1992

Vegna burtfarar Óskars Matthíassonar skipstjóra.

Kćri vinur, eins og ég sagđi ţér í símanum, ţá vorum viđ Óskar saman í skipsrúmi fyrstu vertíđina sem ég var í Eyjum. Ţá kynntumst viđ stúlkum ţeim sem urđu okkar lífaförunautar , á lífsgöngunni. Ţađ var alltaf einhver ósýnilegur ţráđur á milli okkar sem aldrei slitnađi, og ţessi ţráđur hélt fyrir mér vöku í nótt, og ţá urđu ţessi vísukorn til.

Góđan vilja varst ţú međ í för

á vegi lífsins allt til sólarlagsins

áttir dirfsku og kapp viđ ćgis kjör

og kćrleika sem mýkir ţrautir dagsins.

 

Er til hinstu farar flaut ţitt skip

um feigđarsund í ljúfu aftanskini

fannst mér vetrarbrimiđ breyta um svip

og báran horfa á eftir kćrum vini.

 

                                Hafsteinn Stefánsson

Kveđja SŢS


Mótorbáturinn Ari VE 235 ferst SA viđ Bjarnarey

20.5.2008 | 21:52

Matthías Gíslason og fjölskylda Ţórunn Sveinsdóttir međ syni sína 1. mynd: Hjónin Matthías Gíslason og Ţórunn Sveinsdóttir frá Byggđarenda viđ Brekastig međ ţrjá syni sína t.f.v. Sveinn, Óskar og Ingólfur Símón. 2. mynd: Ţórunn Sveinsdóttir og Óskar og Sveinn Matthíassynir.

 

Minningarljóđ um skipshöfnina á Ara VE 235

Ţann 24 janúar 1930 fórst mótorbáturinn Ari VE 235 í vitlausu veđri suđaustur af Bjarnarey  viđ Vestmannaeyjar. Báturinn var í línuróđri ţegar slysiđ varđ og fórust allir skipverjar. Á ţessum árum var ţetta ţví miđur algent ađ bátar voru ađ farast međ allri áhöfn, međ öllum ţeim erfiđleikum sem ţessu fylgdi fyrir ţćr fjölskyldur sem mistu ţar fyrirvinnu og fjölskyldufeđur.                                    Viđ minningarathöfn sem haldin var vegna Ara slyssins var mjög líklega  eftirfarandi minningarljóđ flutt frá vandamönnum og vinum, en gamalt bréf hefur geymst sem innihélt ţetta ljóđ. Matthías Gíslason formađur á Ara VE var afi minn.

 Ţeir menn sem fórust međ Ara VE voru : Matthías Gíslason formađur frá Byggđarenda viđ Brekastig, Páll Gunnlaugsson Ráđagerđi, Baldvin Kristinsson vélstjóri  Syđri - Ósi  Hofshreppi,  Eiríkur Auđunsson frá Svínahaga á Rangarvöllum, og Hans Andersen frá Fćreyjum. 

Minningarljóđiđ er ađ öllum líkindum eftir Unu Jónsdóttir skáldkonu frá Sólbrekku, en undirskriftin er upphafstafirnir U.J.D

Ari VE  Mótorbáturinn Ari VE 235 á siglingu til hafnar

Skipshöfnin á mótorbátnum Ara

Nú sćlir vinir blunda hafs í bárum,

en blessuđ lifir minning ţeirra kćr.

ţó öll viđ berum sorg međ trega tárum,

ţví takmörk setur drottins náđin skćr.

 

En konur mćđur börn og systkin blíđa,

og bljúga kveđju senda af einum hug.

Og vona um eilífđ sćla anda svífa,

um sólarlönd viđ dýrđlegan fögnuđ.

 

Ţau öll nú ţakka ást og tryggđir veittar,

og allt ţađ sem ţeim létu falla í skaut,

ţví öll ţau vona, óska, biđja og teysta,

ţiđ öđlist sćlu lífs á helgri braut.

 

Og liđnir vinir líta á ástmenn sína,

og ljúfar kveđjur einnig senda heim.

Ţeir óska ađ huggun skćrt ţeim megi skína

og skuggi sorgar hverfi burt frá ţeim.

U.J.D.

Frá vandamönnum og vinum. er undirskrift ţessa bréfs

Kćr kveđja Sigmar Ţór


Um Þórunni

Þórunn Júlía Sveinsdóttir
Ţórunn Júlía Sveinsdóttir

Spurt er

Á að mæta á ættarmótið í sumar ?
Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband