Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólakveðja til afkomenda Þórunnar Sveinsdóttir Byggðarenda Vestmannaeyjum

 

Ég óska öllum ættingjum mökum þeirra og vinum  sem komu á ættarmótið í sumar Gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs, takk fyrir liðið ár og skemmtilegt ættarmót í sumar. Við endurtökum þetta eftir fimm ár eins og Sigmar Þröstur Óskarsson ættarmótshöfðingi  lofaði á lokahófinu. Lifið heil

Hamingjan gefi þér Gleðileg Jól ,

Gleðji og verndi þig miðnætursól,

Brosi þér himininn heiður og blár

Og hlýlegt þér verði hið komandi ár.

 

Vefji þig á vinar armi

vonarinnar bjarta sól

bægi frá þér böli og harmi

blessun Guðs um heilög jól.

 

Eftir guðrúnu Jóhannesdóttir

 

Kær kveðja

Sigmar Þór


í Sumarferð upp á Stórhöfða árið 1954 og fleiri fjölskyldumyndir frá liðini tíð.

Sumarferð upp á Stórhöfða 1954Sumarferð upp á Stórhöfða

Myndirnar eru teknar upp á Stórhöfða 1954

Það var ekki algengt 1954 að menn ættu bíl í Vestmannaeyjum, svo það var stundum farið í fjölskylduferðir út á eyju á bílum sem útgerðirnar áttu, fengu þá vinir og vandamenn oft að koma með, þessi mynd er tekinn í einni slíkri ferð, en bílinn átti Leó útgerðin sem Óskar Matt og Sigmar Guðmundsson áttu.

Frá vinstri: Sveinbjörn Snæbjörnsson, sonur hans Bjarki Sveinbjörnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Sveinn Matthíasson, sonur hans Pétur Sveinsson, litli drengurinn er Sævar Sveinsson, María Pétursdóttir móðir Sævars, Ársæll Árnason, Þóra Sigurjónsdóttir, Þorvarður Þórðarson, Óskar Matthíasson og Leó Óskarsson í kerrupoka. Uppi á palli eru frá vinstri: Páll Árnason, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Hjálmar Guðmundsson, Grétar Sveinbjörnsson, Gísli Már Gíslason, Adda Pálmadóttir, Sigmar Guðmundsson, Erla Sigmarsdóttir, Óskar Þór Óskarsson.

Fjölskyldumynd tekin inni í Herjólfsdal 

 Fjölskydumynd talið frá vinsdri: Bjarki Sveinbjörnsson, Matthyldur Matthíasdóttir, Erla Sigmarsdóttir, Sveinbjörn með strák sem ég er ekki viss hver er, þóra Sigurjónsdóttir, drendur??, Þórunn Óskarsdóttir í fanginu á pabbasínum Óskari Matthíassyni, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Grétar Sveinbjörnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Sigmar Guðmundsson fyrir aftan hana, Ingólfur Matthíasson. Ef einhver þekkir þessi tvö börn sem ekki er nafn við, vinsamlega látið mig vita.

kær kveðja

Sigmar Þór


Afmæli Gísla Sigmarssonar og Elliðaey sökt

afmæli GíslaE$lliðaey sökkt í Halldórsskoru

1. mynd fremri röð tfv: Gísli Gíslason, gísli Sigmarsso, Laufey Jörgensdóttir, aftari röð: Sigurður Gíslason, Óskar Friðrig Sigmarsson ´Gissur Páll Gissurarson og Frosti Gíslason.

2. Mynd: Gísli Gíslason, Gísli Sigmarsson og Óskar Friðrik Sigmarsson, myndin tekin þegar Elliðaey Ve 45 var sökt.

Kveðja Sigmar Þór Sveinbjörnson


Þegar þetta er skrifað 9.október 2007 hafa 37.290 opnað síðuna

Nú þegar ég fór inn á ættarsíðuna okkar höfðu þrjátíu og sjö þúsund tvöhundruð og níutíu flett upp síðuni okkar, þetta sannar fyrir okkur hvað þetta var þarft verk að koma henni á laggirnar, takk fyrir það Laufey og co. En við verðum að reyna að gera eithvað til að fólk hafi áfram gaman af því að skoða síðuna. Til að hún lifi verður að halda henni við og uppfæra hana með nýju efni.

Getum við ekki skrifað stuttar sögur af ættmennum ? Eða skemmtilega brandara af ættingum og vinum ? þó ekki neitt sem meiðir eða móðgar neinn. Það væri líka skemmtilegt ef fólk skrifaði í gestabókina einnig það fólk sem ekki er í ættini en hefur gaman af því að skoða síðuna. Ég veit um þó nokkra sem hafa farið inn á síðuna vegna þess að þeir hafa frétt af gömlum myndum sem þeim langar að skoða.  Þá má einnig bæta við myndum . Eða skrifa um merkisatburði í okkar frábæru ætt. Við erum stoltt af því að vera ættuð og kend við  Þórunni Júlíu Sveinsdóttir, Matthías Gíslason og Sigmar Guðmundsson og litla húsið Byggðarenda við Brekastig.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


Að loknu ættarmóti

Þá er frábæru ættarmóti lokið og heppnaðist það í alla staði vel, ég hef sett inn nokkrar myndir en margir voru með myndavélar og vantar til dæmis myndir úr tuðruferðinni og ferð í Klettsvík sem við komust því miður ekki í. Þó margir hafi komið að þessu ættarmóti þá á Sigmar Þröstur mestan heiður af því hvernig þetta heppnaðist hann stóð sig eins og hetja eins og Óskar heitinn Matt hefði sagt. Eitt langar mig að minnast á hér sem mér fannst hafa heppnast sérstaklega vel og það var bæði Grillmaturinnínni í Herjólfsdal og frábær og fjölbreyttur matur í Oddfellóhúsinu, þessar matarveislur verða lengi í minnum hafðar og eiga Grímur kokkur og allt hans starfsfólk heiður skilið fyrir þennan góða mat. Að endingu þakka ég fyrir samveruna þessa helgi og vona að við eigum eftir að endurtaka þessa samkomu eftir 5 ár.

Með góðri kveðju

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

og fjölskylda


Myndir frá ættarmótinu

Sælt veri fólkið og takk fyrir síðast.

Ég var beðin að setja hér inn tilkynningu þegar búið væri að setja inn einhverjar myndir frá ættarmótinu. Sigmar Þór hefur sett einhverjar myndir inn og svo var ég að setja inn töluvert af myndum. Sjá tvö ný myndaalbúm hér til hægri á síðunni: Ættarmót 2007 og Ættarmót 2007 - Laufey.

Hér til hliðar má einnig sjá myndband af aflakóngnum Matta Óskars og sjóaranum síkáta Auðunni Jörgens, er þeir fóru saman á Metuna á tjörninni í Herjólfsdal.

Ég held við getum verið sammála um það að þetta heppnaðist einstaklega vel og virkilega gaman að sameinast loksins á svona kvöldum á eyjunni fögru  - svo ég tali nú ekki um að tjútta við alla þessa mögnuðu dansara í ættinni.

Ég þakka kærlega fyrir okkur og sendi nefndinni bestu þakkir fyrir.
Kær kveðja, Laufey Jörgensdóttir
ps. ef einhver vill fá lykilorð til að skrifa á síðunni þá er ég með það - sendið mér tölvupóst á lajo@ru.is.


Toppmæting á ættarmótið - uppfærð dagskrá !

Kæra frændfólk.
Nú styttist óðum í ættarmótið okkar - um 175 manns hafa tilkynnt þátttöku, þar af 120 fullorðnir og 55 börn. Það vantar ekki fjörið í okkur !

Neðangreind dagskrá er nýjasta nýtt:

Föstudagur

(1300 Golf fyrir golfáhugamenn ættarinnar, 9 holu mót – skráning hjá Laufeyju í síma 8950875.)

17:00 Formleg dagskrá hefst með Hestafjöri í Lyngfelli.

19:00 Útigrill við Herjólfsbæinn í Herjólfsdal, aðstaða inni líka.

20:00 Kvöldvaka og varðeldur.

 

Laugardagur

11:00 Mæting við Landakirkju, farið upp í kirkjugarð og létt húsaganga á eftir.

13:00 Tuðruferð – mæting við Kaffi Kró.

16:00 Leikir í Herjólfsdal.

19:30 Matur í Oddfellow húsinu.

21:00 Skemmtiatriði.

22:00 Dansleikur með hljómsveitinni Tríkot.

 

Verð:

5000 kr. á manninn, greitt í Oddfellow húsinu fyrir kvöldmat á laugardag.

Ferming og yngri frítt.

Athugið að ef einhver kemst ekki í grillið – vinsamlegast látið Sigmar Þröst  vita vegna skipulagsmála í síma 8953339.

Endilega fjölmennum - hlökkum til að sjá ykkur.

Nefndin


Skráning á ættarmót.

Erluleggur: Sigmar Þröstur    4813339

Gíslaleggur:  Frosti                4813839

Óskarsleggur : Stjáni            4811664

Sveinsleggur : Matti              4811907

Matthildarleggur : Sigmar     5641367

Ingólfsleggur : Ægir              5547899

Kosnaður- Grill á föstudag       1800 kr.  frítt fyrir 14 ára og yngri (ferming)

            Hlaðborð laugardag     3000 kr.  frítt fyrri 14 ára og yngri (ferming)

                                  alls         4800 kr ef bæði kvöldin.

Matur og þjónusta verður frá Grímur kokkur. 

  

Ath dagskráin verður svipuð og planað var nema að við förum uppí garð á laugardeginum og fjallgangan breytist í göngu eftir að við verðum búin að fara uppí garð.

 


Meira myndapláss

Búið er að kaupa meira myndapláss. myndir
Endilega verið dugleg að setja inn myndir.
kveðja
Kata Gísla


Prentvæn útgáfa

pdf
Búið er að setja inn myndskreytta útgáfu á PDF formi, af grein Sigmars Þórs um Þórunni J. Sveinsdóttur. Einnig stefnt að setja niðjatal á PDF form og mun koma inn á næstu dögum.
Ef þú ert ekki með Acrobat Reader forritið, geturðu sótt það hér
Kærar kveðjur
Kata Gísla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um Þórunni

Þórunn Júlía Sveinsdóttir
Þórunn Júlía Sveinsdóttir

Spurt er

Á að mæta á ættarmótið í sumar ?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband