Leita í fréttum mbl.is

Ný Þórunn Sveinsdóttir VE 401 kom í desember 2010

Tótu gefið nafn

Hver var sú Þórunn Sveinsdóttir sem skipið er skírt eftir og er í dag orðið landsfrægt skipsnafn? Skyggnumst aðeins aftur í tímann.  Hún hét fullu nafni Þórunn Júlía Sveinsdóttir, kölluð Þórunn eða Tóta á Byggðarenda. Hún var fædd á Eyrarbakka 8. júlí árið 1894 og ólst upp hjá foreldrum sínum. Faðir hennar var Sveinn Sveinsson, fæddur í Simbakoti 9. okt. 1863. Hann var sjómaður, lést 1941. Kona hans og móðir Þórunnar var Ingunn Sigurðardóttir frá Rauðafelli í A-Eyjafjöllum, f. 26. jan. 1858, d. 1941. Þau hjón bjuggu að Ósi á Eyrarbakka með fimm börnum sínum, fjórum stúlkum og einum dreng. Húsið Ós hafði tvær burstir og það var aðeins eitt herbergi í austurburstinni. Í því svaf öll fjölskyldan þannig að þröngt hefur verið í herberginu. Sváfu systurnar tvær og tvær saman í rúmi en bróðir þeirra einn. Húsið Ós stendur enn á Eyrarbakka.    Börn Sveins og Ingunnar voru: Sigurður Ari, Þórunn Júlía, sem hér skipið er skírt eftir, Anna, Sveinbjörg, og Jónína síðar kennd við Sjónarhól.                Systurnar Þórunn, Sveinbjörg og Jónína fluttust allar til Vestmannaeyja og bjuggu þar mestan hluta ævi sinnar enda var mikill uppgangur í Vestmannaeyjum á þessum tíma, bátar voru vélvæddir, afli jókst og mikið að gera fyrir vinnufúsar hendur.  

Þórunn var 22 ára gömul þegar hún fluttist til Vestmannaeyja árið 1916 ásamt tilvonandi eiginmanni sínum, Matthíasi Gíslasyni sjómanni frá Eyrarbakka. Foreldrar Matthíasar voru Gísli Karelsson, f. 25. nóv. 1868, frá Sjávargötu á Eyrarbakka. Hann drukknaði í sjóslysi á Stokkseyrarsundi ásamt sjö öðrum sjómönnum 2. apríl 1908. Kona hans, Jónína Margrét Þórðardóttir, f. 25. maí 1870, d. 1951, var frá Vatnsholti í Villingaholtshreppi í Árnessýslu.            

     _skar_og_orunn_amma_sunnuhvoli[1]     Þau Þórunn og Matthías byrjuðu strax að búa eftir að þau komu til Eyja, og þann 10. maí 1917 giftu þau sig. Þau fengu inni á Vestri-Gjábakka sem var frekar lítið hús allt á einni hæð. Það var austarlega á Heimaey og stóð við Bakkastíg. Fyrsta barn þeirra Þórunnar og Matthíasar fæddist  þar 17. des. 1916 og fékk nafnið Ingólfur Símon ( Stundum kenndur við HaförnVE ). Frá Gjábakka fluttust þau Þórunn og Matthías að Vestmannabraut 27, í hús sem hét Garðsauki, Það hús átti Árni Jónsson útgerðarmaður. Þar fæddist Sveinn 14. ágúst 1918 (Einnig hendur við Haförn VE) og Óskar 22. mars 1921 ( Óskar á Leó VE. stofnaði útgerðina Ós ehf  sem á Þórunni Sveinsdóttir VE ) . Frá Garðsauka flytjast þau hjón að Vallarnesi og síðan á Hof við Urðaveg. Á þessum árum eignuðust þau Gísla, fæddur 17. apríl 1925, en hann lést í bílslysi í Reykjavík aðeins 8 ára gamall. Matthildur Þórunn fæddist 13. júní 1926. Árið1928 kaupa þau Byggðarenda minnsta húsið við Brekastíg 15a. Þröngt var um þau í því húsi. Það var gengið inn í það að norðan, inn í litla forstofu eða gang og beint inn af útidyrunum var herbergi þar sem öll fimm börnin sváfu og lítið herbergi inn af því þar sem þau hjón sváfu. Einnig var eldhús, meira var plássið ekki. Vaskahús var í skúr bak við húsið. Eins og sést á þessum búferlaflutningum hefur verið erfitt með húsnæði í Eyjum á þessum árum. 

Byggðarendi gömul mynd Byggðarendi við Brekastíg 15 a     

 Eins og áður hefur komið fram var Matthías alltaf sjómaður. Fyrst á skútum frá Reykjavík en síðan stundaði hann sjó frá Vestmannaeyjum og var þá skipstjóri eða formaður eins og það var kallað á þessum árum.       Vélbáturinn Ari ferst.               Þau Þórunn, Matthías og fjölskylda fengu ekki að vera lengi saman í þessu litla húsi, aðeins tvö ár. Þann 24. janúar 1930 drukknaði Matthías þegar vélbáturinn Ari fórst með allri áhöfn.

Tóta kominn

Myndir eru af nýju Þórunni Sveinsdóttir VE 401 og Óskari Matthíassyni með móður sinni Þórunni Sveinsdóttir. Neðsta myndin er tekin þegar skipið kom til Eyja.

Lengri grein er hér á blogginu mínu um lífshlaup Þórunnar Sveinsdóttir, hún birtist í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 2006



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og níu?
Nota HTML-ham

Um Þórunni

Þórunn Júlía Sveinsdóttir
Þórunn Júlía Sveinsdóttir

Spurt er

Á að mæta á ættarmótið í sumar ?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 153969

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband